
-
Callipo Ansjósu flök
Ansjósu flök í ólífuolíu frá Miðjarðarhafinu, hæstu gæði og handunnin vara að öllu leiti. Vara sem fæst í sælkeraverslun. Um er að ræða hágæða ansjósur. Tilvaldar eintómar, ofan á brauð, á pizzur og gott er að nota þær í ýmis konar sósugerðar.
-
Callipo Túnfiskur
Callipo er sennilega þekktasta nafnið í framleiðslu á gæða túnfisk á Ítalíu - við erum að tala um sælkeravörur. Þeir eru með heil og sérvalin flök af túnfisk bæði í lífrænni ólífuolíu og í vatni í glerkrukkum. Túnfiskurinn inniheldur minna en 1% af fitu og þykir hann ákaflega hollur og próteinríkur.
-
Tariello Pasta
Pasta sem kemur frá litlu fjöldskyldufyrirtæki á suður Ítalíu. Pastað er að hluta til handgert og er gert úr hágæða semolino hveiti og vatni. Pastað fer í gegnum langt og hægt þurrkunarferli til að bæta enn frekar gæði þess. Eiginleikar semolino hveitisins bætir þéttleikann í pastanu og er það talið betra fyrir meltinguna. Vörur sem í boði eru: Linguini, Spaghetti, Tagliatelle, Tagliolini, Strozzapreti, Trofie Genovesi, Orechette, Mezze Pachecci og Penne Fást í: Melabúðin, Frú Lauga, Búrið, Hagkaup.