Gæði
Íslensk hráefni
Aldagömul ítölsk hefð
Skoðaðu vöruúrvalið

Vörur

Við bjóðum uppá gott úrval af sælkeravörum, flestar unnar án rotvarnar- og aukaefna, sem tryggir einstök gæði og ferskleika

Um salami

Sögu salami og salami matargerðar má rekja allt til daga Etrúska og forn Rómverja, en gögn frá því 500 til 600 fyrir Krist, sem varðveist hafa, minnast á þessa iðju og gildi salami-afurðarinnar. Síðan þá hefur salami matargerðin viðhaldist og þróast til að verða sú gómsæta sælkeravara sem við þekkjum. Hver salami tegund er framleidd og krydduð á sérstakan hátt. Orðið Salami er upprunalega dregið af orðinu „sale“ sem merkir salt á íslensku og er fjölheiti eða samheiti yfir hinar ýmsu tegundir salami.

20131006_Tariello_364

Salamigerð á sér langa sögu í matarhefð ítala. Á bak við salami Tariello býr þekking og handverk.

Salamipylsur Tariello eru unnar úr 100% íslensku kjöti, aukaefni eru í algeru lágmarki og í sumum tilfellum engin, sem gerir salami pylsurnar einstakar á íslenskum markaði. Við framleiðsluna er notast við þurrverkun og náttúrulega gerjun. Því getur ferlið tekið allt frá 2 til 4 mánuðum frá byrjun til enda.

Þegar notast er við þurrverkun skiptir rétt tegund myglu höfuðmáli en myglan sér til þess að mynda vörn gegn óvinveittum bakteríum og óæskilegum tegundum af myglu. Að notast við myglu í matargerð er aldagömul aðferð við osta- og pylsugerð. Það tekur um 2-3 daga fyrir myglu að byrja að myndast á yfirborði pylsunnar. Mygla er lykilatriði við þurrverkun en hún t.d. hjálpar til við að halda réttu rakastigi þannig að þurrktíminn haldist jafn og langur sem síðan gefur mun betra og dýpra bragð.

Það eru til mun fljótvirkari aðferðir til að verka salami og ógrynni af aukaefnum til að hraða ferlinu en við kjósum frekar að fara lengri leiðina sem útheimtir meiri þolinmæði en gefur að okkar mati mun betri gæði og bragð.

Þess má geta að Tariello vann til gullverðlauna fyrir Rauðvínssalami-Tommasi, á Matarhátíðinni á Hvanneyri árið 2019 þar sem keppt var um íslandsmeistaratitilinn í matarhandverki.

Buon appetito!

Um pasta

The most important thing to us is
building products people love.

Pasta Tariello

Pastað frá Tariello er hágæðapasta framleitt á Suður Ítalíu, nánar tiltekið Campania héraðinu. Við framleiðsluna er að mestu leyti notast við hefðbundnar aðferðir handverkspastagerðar ásamt hágæða semolina hveiti.

Í hugum ítala er pasta jafn mikilvægt og sósan. Þess vegna skiptir bragð, áferð og teygjanleiki höfuðmáli. Til að ná fram öllum þessum eiginleikum er notast við hægfara framleiðsluaðferðir og hágæða hráefni.

Þegar kemur að pastagerð eru nokkrir afar mikilvægir þættir sem skilja að verksmiðjuframleitt pasta og hágæðapasta. Má þar nefna aðallega þrennt: Bronsskurð (bronze die), notkun á eingöngu hágæða semolina hveiti og hægþurrkun.

Við bronsskurð er pastadeiginu þrýst í gegnum skurðarjárn eða valsa sem líkjast þeim sem notaðir eru við að hakka kjöt. Við það verður áferðin gróf og mjög ólík þeirri sem við eigum að venjast frá verksmiðjutegundunum. Þessi aðferð er einnig mun hægvirkari en sú sem notast er við verksmiðjuframleiðslu, en þá fer deigið í gegnum teflonhúðaðar vélar sem vinna mun hraðar og áferðin eða yfirborðið verður glansandi.

En af hverju skiptir áferð svona miklu máli?

Gróf áferð hágæðapasta hefur þá eiginleika að pastasósan loðir betur við pastað í stað þess að renna af og enda á botninum (undir pastanu) líkt og vill gerast með pasta sem hefur glansandi, hála áferð.

Þurrkunarferli er eitt af því allra mikilvægasta þegar kemur að framleiðslunni. En þá er notast nær eingöngu við svokallaða hægþurrkun við lágt hitastig. Hægþurrkun er ferli sem getur tekið allt upp í tvo daga ólíkt verksmiðjutegundunum sem eru þurrkaðar við háan hita og tekur slík þurrkun einungis örfáa klukkutíma.

Við hægþurrkun varðveitist næringargildi og próteininnihald betur og við suðu helst „al dente“ (með biti) mun betur sem síðan gerir pastað auðmeltara, ásamt því að blóðsykurinn helst jafnari.

Vel má greina litamun á milli þessara ólíku framleiðsluaðferða en hágæðapasta má vel þekkja á fallegum ljósgulum lit þess.

Við framleiðslu á Tariello pasta er að hluta- eða öllu leyti notaðar aðferðir sem flokkast undir handverksaðferðir.

Buon appetito!

Söluaðilar

Þú getur nálgast vörurnar okkar í eftirfarandi sælkeraverslunum

 • Melabúðin
  Hagamel
  107 Reykjavík

 • Ostabúðin
  Skólavörðustíg 8
  101 Reykjavík

 • Sandholt
  Laugavegi 36
  101 Reykjavík

 • Frú Lauga
  Laugalæk 6
  105 Reykjavík

 • Hagkaup Kringlunni
  Kringlunni
  108 Reykjavík

 • Hagkaup Garðabæ
  Litlatúni
  210 Garðabær

 • Hagkaup Eiðistorg
  Eiðistorg 11
  170 Seltjarnarnesi

 • Hagkaup Skeifan
  Skeifunni 15
  108 Reykjavík

 • Villt og Alið
  Þingskálar 4
  850 Hella

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð, við viljum endilega heyra frá þér

Takk fyrir! Skilaboðin voru send.
Úpps! Athugaðu hvort það vanti ekki eitthvað.

Heimilisfang

Tariello ehf.

Miðkot, 851 Hella

Ísland

Simi

772 0880

Sendu okkur póst

tariello@tariello.is

Við erum á Facebook

Tariello á Facebook