Þykkvabæjar Salami

Þykkvabæjar salami er framleidd úr hrossakjöti eða 90% hrossakjöt og 10% svínakjöt. Hún er kennd við Þykkvabæ þar sem framleiðsla hennar fer  fram, en samkvæmt sögusögnum voru íbúar Þykkvabæjar taldir meðal þeirra fyrstu sem neyttu hrossakjöts á Íslandi. Þykkvabæjar salami þykir afar viðeigandi munngát með rauðvínsglasi fyrir eða eftir góðan málsverð.

Þessi vara er ekki alltaf til og er aðallega framleidd eftir sérpöntun  fyrir veitingastaði og verslanir.