Þykkvabæjar Bresaola

Þykkvabæjar Bresaola er vara sem framleidd er eingöngu úr hrossa lærvöðvanum. Hefðin fyrir þessari tegund er mjög gömul og kemur frá Valchiavenna í Lombardia á Norður Ítalíu, þar er þessi tegund gerð úr nauta- og hrossakjöti. Þessi sérstaka tegund finnst ekki í hvaða stórmarkaði sem er á Ítalíu, heldur eingöngu hjá kjötkaupmanninum á þessu svæði, þar er hún nefnd Slinzega.

Þessi vara er ekki alltaf til og er aðallega framleidd eftir sérpöntun  fyrir veitingastaði og verslanir.