Balsamic

Balsamic Elsa er eðal balsamic sem búið er að gerjast í yfir 4 ár í viðar tunnu, svipað og vín. Elsa er sælkeravara í hæsta gæðaflokki hjá Monari. Monari Federzoni er fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Modena sem er í Emilia-Romagna héraðinu á Ítalíu. Fyrirtækið var stofnað 1912 og hafa yfir fjórir ættliðir starfað við það frá upphafi. Elstu sagnir um balsamik eru að það hafi verið framleitt í Modena frá árinu 1046 eða frá miðöldum, í gegnum aldirnar og til okkar daga hefur það orðið sí vinsælla. Það má minnast á það til gamans að Dean & Da Luca í Soho NY hófu að nota Monari balsamik í sjónvarpsþáttum sínum 1989 og inleiddu það í búðir sína þarlendis.

Balsamic er svo mikið meira en salatdressing, áhugi og hrifning nútíma matreiðslumanna og sælkera fer aðeins vaxandi. 250ml.

Fæst í:  Frú Lauga, Melabúðin, Fjallkonan Selfossi, Borðið